Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ótrúlegar sveiflur í Sandgerði – Reynir jafnaði í uppbótartíma
Hörður Sveinsson jafnaði leikinn í uppbótartíma. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 19. september 2020 kl. 08:54

Ótrúlegar sveiflur í Sandgerði – Reynir jafnaði í uppbótartíma

Það er óhætt að segja að leikur Reynis og Tindastóls sem fram fór á Blue-vellinum í gær hafi verið sveiflukenndur. Leikurinn endaði í jafntefli eftir að liðin skiptust á að taka forystu.

Tindastóll tók forystuna á 12. mínútu og tvöfaldaði hana nokkrum mínútum síðar (16').

Fufura Barros minnkaði muninn á 24. mínútu og Magnús Þorsteinsson jafnaði skömmu fyrir leikhlé (39'). 2:2 í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í seinni hálfleik voru það Reynismenn sem tóku snemma tveggja marka forystu, fyrst var þar að verki Barros með sitt annað mark (49') og Guðmundur Gísli Gunnarsson jók forystu heimamanna á 54. mínútu.

Ótrúlegur viðsnúningur, Reynismenn búnir að skora fjögur mörk í röð og komnir með tveggja marka forystu.

Stólarnir voru ekki á því að gefast upp og á 61. mínútu minnkuðu þeir muninn, þeir bættu um betur á 68. mínútu og jöfnuðu leikinn í 4:4.

Tindastóll komst yfir rétt áður en venjulegum leiktíma lauk (89') og þá höfðu gestirnir skorað þrjú mörk í röð, voru komnir með 5:4 forystu og lítið eftir.

Það var vel liðið á uppbótartímann þegar Hörður Sveinsson kom boltanum í mark Tindastóls og leiknum lauk 5:5.